Hafðu samband í síma 616-8599 til að fá

 upplýsingar um verð á ökutíma.

 

Ökutíminn

Einn ökutími er 45 mínútur. Misjafnt er hve lengi er kennt í hvert skipti: einfaldur tími (45 mín.) eða tvöfaldur tími (90 mín.). Allt eftir því hvað er verið að taka fyrir í ökunáminu.

Greitt er eftir hverja 3-4 ökutíma. Gera skal upp við ökukennara áður en farið er í æfingaakstur og síðan áður en farið er í verklega ökuprófið. Þegar verklega prófið er tekið verður ökuneminn að greiða 1 kennslustund fyrir kennslubílinn.

Ökuskólinn

Ökuskóli 1 :     Ökuskólinn í Mjódd kostar 16.500 kr.       Ökuskólinn ehf. kostar 14.000 kr.

Ökuskóli 2 :     Ökuskólinn í Mjódd kostar 12.500 kr.       Ökuskólinn ehf. kostar 14.000 kr.

Ökuskóli 3 :      Kirkjusandi Rvk.     kostar 38.000 kr.

Skriflega prófið kostar 2500 kr.
Verklega prófið kostar 8400 kr.

Ökuskírteinið

Bráðabirgðaökuskírteini kostar 3000 kr.
Mynd í ökuskírteini ca. 500 kr.

Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður ökunáms sé á bilinu 200.000 - 230.000 kr.

Akstursmat

Akstursmat tekið á eigin bíl kostar 8000 kr.

Akstursmat tekið á ökukennslubíl 8500 kr.

Valur Örn Arnarson 2007 © Allur réttur áskilinn
Netfang: valur@okuskirteini.is