Ökunemi verður að fara í Ökuskóla samhliða ökukennslu í bíl til að fá ökuskírteinið. Hann fer í Ökuskóla 1 áður en hann fær æfingaakstursleyfið og Ökuskóla 2 áður en hægt er að fara í bóklega ökuprófið. Ökuskóla 3 verður að klára fyrir verklega ökuprófið. Ökuskóli 1 og 2 eru ca. 12 kennslustundir hvor. Ökuskóli 3 er 4 klst. Ég sendi ökunema í þann ökuskóla sem hentar þeim best og er meðal annars í samvinnu við:

                    Ökuskólinn í Mjódd         Ökuskólinn ehf.          ekill.is

-                                                                            okuskoli3.is

Ökuskólinn í Mjódd

Ökuskólinn er staddur í Mjóddinni í Breiðholti (við hliðina á NETTÓ)
Námskeiðin eru 5 kvöld, 24 kennslustundir, og skiptast í;

Ö1: 14 kennslustundir, hefst á mánudegi, framhald á þriðjudegi og miðvikudegi.
Ö2: 10 kennslustundir, hefst á fimmtudegi og lýkur á föstudegi.

Nauðsynlegt er að mæta kl. 17:30 á mánudags- og fimmtudagskvöldum við upphaf Ö1 og Ö2. Námskeiðsgjald er kr. 13.500 fyrir Ö1 og kr. 11.500 fyrir Ö2. Innifalið í gjaldi er kennslubók, mappa, penni, skólataska og fleiri nauðsynleg gögn. Kennt er frá kl. 18:00 til kl. 22:00 hvert kvöld. Námsefnið á hverju kvöldi er sjálfstætt, þannig að ef nemandi missir úr kvöld getur hann mætt sama kvöld í vikunni á eftir. Á námskeiðunum er farið yfir umferðarlög og reglugerðir þeim tengd. Notuð er kennslubókin Akstur og umferð. Farið er í heimsókn til tryggingafélags. Á lokadegi námskeiðsins taka nemendur fræðilegt próf til að meta námsárangur.

Ökukennari og nemandi ákveða sjálfir hvernig staðið er að fræðilegri kennslu í samræmi við verklega tíma. Þátttöku á námskeiðin þarf að tilkynna með eins til tveggja daga fyrirvara. (Ökukennari sér um það)

-

-

Ökuskóli 3

Ökunemi, sem byrjar ökunám frá og með 1. janúar 2010, skal ljúka námi í ökugerði.
Upphaf ökunáms miðast við fyrsta verklega ökutíma með ökukennara.  Nám í ökugerði, ökuskóli 3, má ekki fara fram fyrr en ökunemi hefur lokið fyrsta og öðrum hluta bóklegs náms (Ö1 og Ö2) og sem nemur 14 verklegum kennslustundum hjá ökukennara hið minnsta. Þessu til staðfestingar þarf að framvísa ökunámsbók við komu í ökugerði. Miðað er við að Ö3 (námi í ökugerði) sé lokið fyrir ökupróf. Ökuskóli 3 kostar ca. 34.000 kr.

 

Ekill.is

Ökuskóli sem hægt er að taka á netinu. Nánari upplýsingar á ekill.is

 

Ökuskólinn ehf.  Langholtsvegi

Ökuskólinn er að Langholtsvegi 109 Reykjavík. Hann er starfræktur fjórum, sinnum í mánuði. 

Ö1: 12 kennslustundir, hefst á mánudegi, framhald á þriðjudegi og miðvikudegi.
Ö2: 12 kennslustundir, hefst á mánudegi, framhald á þriðjudegi og miðvikudegi.

Kennt er frá 17 - 20 á virkum dögum

Ö1: 12 kennslustundir, laugardag og sunnudag

Ö2: 12 kennslustundir, laugardag og sunnudag

Kennt er frá 11 - 16 um helgar.


Námskeiðsgjald er kr. 13.000 fyrir Ö1 og kr. 13.000 fyrir Ö2. Kennslubók er ekki nnifalinn í námskeiðisgjaldi. Ökukennari afhendir kennslubókina.  

 

Valur Örn Arnarson 2007 © Allur réttur áskilinn
Netfang: valur@okuskirteini.is