Ég heiti Valur Örn Arnarson og er löggiltur ökukennari. Ég er með 30 eininga háskólanám í ökukennslu frá Kennaraháskóla Íslands ásamt því að vera lærður kennari frá sama háskóla. Ég hef margra ára reynslu í kennslu og þjálfun og starfa nú sem íþróttakennari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði ásamt ökukennslunni. Ég er meðlimur í Ökukennarafélagi Íslands sem er fagfélag ökukennara og hef starfað sem ökukennari frá árinu 2006.
                 
Kennsla er byggð upp á mannlegum samskiptum og á það ekki síst við um ökunámið þar sem um einstaklingskennslu er að ræða. Því skiptir miklu máli að vanda valið þegar kemur að því að finna sér ökukennara.
 
Ég ábyrgist ánægjulegt, skipulagt og árangursríkt ökunám þar sem fagmennska er í fyrirrúmi. Ég legg mikinn metnað í að skila ábyrgum, öruggum og tillitssömum einstaklingum út í umferðina. Ef að áhugi er fyrir hendi að hefja ökunámið hjá mér þá endilega hafðu samband í síma 616-8599 eða sendu mér póst á valur@okuskirteini.is.
 
Valur Örn Arnarson 2007 © Allur réttur áskilinn
Netfang: valur@okuskirteini.is