Ökuprófin

Ökunemi þarf að klára bæði skriflegt og verklegt ökupróf til að fá ökuskírteinið. Þegar hann er búinn með Ökuskóla 2 og að skila inn umsókninni um ökuskírteini getur ökukennari  skráð hann í skriflega ökuprófið. Það má taka það 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Þegar hann hefur staðist það og klárað ökuskóla 3 getur ökukennari skráð hann í verklega ökuprófið. Það má taka það viku fyrir 17 ára afmælisdaginn. Bæði prófin eru tekin hjá Frumherja.

Skriflega prófið kostar 3000 kr. Verklega prófið kostar 8400 kr.

Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi við Umferðarstofu. Umferðarstofa hefur umsjón með ökunámi og ökuprófum og annast eftirlit með starfseminni. Umferðarstofa semur skrifleg ökupróf, próflýsingar, viðmiðunarkvarða verklegra ökuprófa og verklagsreglur um framkvæmd samkvæmt gildandi reglugerðum og námskrám. Upplýsingar um daglega framkvæmd ökuprófa, hvar og hvenær þau eru haldin má fá hjá Frumherja hf. Heimasíða þeirra er frumherji.is, höfuðstöðvar þeirra eru að Hesthálsi 6 - 8, 110 Reykjavík og afgreiðslusími ökuprófa 570 9070.

Próftökuheimild lögreglustjóra þarf að liggja fyrir hjá Frumherja hf. áður en hægt er að panta ökupróf, skriflegt eða verklegt.

Ökunámsbók með staðfestingu ökuskóla og ökukennara um að bóklegu námi samkvæmt námskrá sé lokið skal framvísað við komu í skriflegt ökupróf. Við komu í verklegt ökupróf skal ökunámsbók líka framvísað og þá með staðfestingu ökukennara á því að verklegu námi sé lokið með fullnægjandi árangri í samræmi við námskrá.

Tekið af heimasíðu Umferðarstofu

Ökupróf

www.aka.is   (verkefnavefur)

Valur Örn Arnarson 2007 © Allur réttur áskilinn
Netfang: valur@okuskirteini.is